GOTT AÐ HAFA Í HUGA VARÐANDI NÆRINGU
Byrjar allt í búðinni
Allt sem til er í skápunum heima hjá þér kemst ekki þanngað nema að þú kaupir það! Því er fyrsta skrefið að átta sig á því hvernig mat vil ég borða og kaupa svo í áttina að því.
Hvernig set ég saman máltíðir
Auðvitað fer það eftir markmiðum þínum hversu mikið og hvernig mat þú borðar. Grundvallar reglur sem ættu samt að eiga við alla er að reyna fá nóg af próteini, fitu og eitthvað af kolvetnum í hverri máltíð. Helst þá að það sé líffrænt ræktað og ekki mikið unnið. Reglan er oft sú að því meira sem maturinn er unnin því óhollari verður hann.
Hvernig mat vill líkaminn þinn?
Hvernig bregst líkaminn þinn við matnum sem þú borðar. Gríðarlega mikilvægt er að fylgjast með því og vera meðvitaður um hvernig merki líkaminn þinn gefur þér eftir máltíðir. Færðu hausverk, litla orku, eykst hungur eða eykst orkan þín, hugsar skýrar og líður almennt betur eftir máltíðina heldur en fyrir hana. Þetta er eitthvað sem flestir ættu að tileinka sér og nota til að finna hvaða matur hentar hverjum og einum.