Föstur
Ferlið sem á sér stað þegar við neitum matar og þegar við gerum það ekki er hlutur sem allir ættu að skilja að einhverju leiti. Að skilja hluta af því ferli getur hjálpað sambandi þínu við mat hvort sem að þú borðar til að lifa eða elskar að borða og einnig aukið skilning á hvernig meltingin í líkamanum þínum virkar.
Þegar þú borðar þá hækkar blóðsykurinn þinn og við það seytir brisið þitt insúlíni og hjálpar líkamanum að búa til orku úr glúkósa. Insúlín hjálpar einnig við að geyma orku. Þegar við borðum ekki þá minnkar magn insúlín í blóðrásini og geymsla matar snýst við sem þýðir að líkaminn fer að nota orkuforðan sinn. Líkaminn brýtur niður glýkogen í einstakar glúkósaeiningar og leysir það í blóðrásina. Þegar það er búið verður líkaminn að brenna líkamsfitu fyrir orku. Það er einn af kostum þess að fasta. Sumir telja það slæmt eða hættulegt að líkami þinn skuli vera brenna geymda orku en það er alls ekki rétt. Með föstum eykst sveigjanleiki efnaskipta sem þýðir að efnaskipti líkamans eru sveigjanleg og geta notað hvaða eldsneyti sem er tiltækt, hvort sem það er eldsneyti úr mat eða eldsneyti sem þegar er geymt í líkamanum. Rannsóknir hafa sýnt að aukning á sveigjanleika efnaskipta (metabolic flexability) tengist því að minnka líkur á flestum lífsstílssjúkdómum eins og hjartasjúkdómum, æðakölkun, sykursýki 2 og offitu.
Helstu kostir þess að fasta er aukin stjórn á blóðsykri, hugræn ferli virkaa betur, meltingin fær hvíld og gerir líkamanum kleift að berjast gegn bólgum og margt fleira. Einnig hefur það reynst gagnlegt að fasta til að létta sig. Auðvitað fer það eftir lengd föstunnar og gerð hennar hversu mikil áhrif hún hefur. En það að fasta er ekki fyrir alla. Börn, óléttar konur og fólk í undirvigt á líklegast ekki að fasta.