Afhverju að hreyfa sig rétt og viðhalda góðum líkama
23 NOVEMBER 2022
Hérna eru nokkrir punktar til að auka skilning þinn á afhverju þú ættir að hreyfa þig og nota líkaman sem þú hefur.
Bæta hreyfigetu og styrk í liðunum okkar:
Með bættri hreyfigetu aukum við blóðflæði í liðunum og stækkum svæðið sem við getum notað í liðnum sjálfum. Einnig með því að auka hreyfigetu í liðunum komum við í veg fyrir verki og meiðsli í þeim liðum. Einnig hjálpar það til við að vinna sig til baka eftir meiðsli eða við stoðkerfisvandamálum.
Bæta styrk í grunnferlum líkamans og beita líkamanum rétt:
Grunnferlar eru hnébeygja, framstig, pressur, tog, beygjur, snúningur og að ganga. Það eru hreyfingar sem flestir ættu að geta gert og eru nú þegar að gera á venjulegum degi.
Skemmta sér og læra nýjar æfingar:
Til að viðhalda þeim vana að mæta á æfingar og hreyfa sig daglega þá er mikilvægt að gera eitthvað sem er skemmtilegt og gott fyrir líkaman. Með fjölbreyttum æfingum eykst vonandi vitneskjan þín á því hversu margar mismunandi æfingar er hægt að gera. Helsti kosturinn við fjölbreyttar æfingar er það að líkaminn er alltaf að læra ný hreyfiferli og að virkja mismunandi vöðva.
Allt þetta er mikilvægt EF markmið þitt er að geta notað líkamann þinn rétt og viðhalda honum í góðu ástandi næstu árin!!!